Í sumar bætust þessar káltegundir við í Bragðörkinni Slow Food. ær vaxa villt í fjörum landsins og voru töluvert notaðar áður fyrr sem vitamín gjafar. Skarfakál var einkumm þekkt fyrir C-vitamín innihald sitt sem hefur bjargað mörgum frá skýrbjúg. Báðar tegundir féllu í gleymsku þegar ávextir (og töflur) voru fluttir inn, en nú hafa ungir kokkar tekið upp að nota þær aftur í réttunum sínum, m.a. Dill. Þessi notkun nytjaplantna er nauðsynleg til að tryggja viðveru þeirra í vistkerfinu, þær láta annars undan aðgengari plöntur þegar þær fá ekki tækifæri til að endurnýja sig. Mjög góðar lýsingar um þessar nytjaplönturnar eru í bók Lúðvíks Kristjánssonar “íslenskir sjávarhættir”.
Hér er skráningin á vef Slow Food Foundation – alls eru 23 íslenskar afurðir skráðar í Bragörkinni:
Fjörukál
Skarfakál