Slow Food Reykjavík samtökin bjóða upp á pallborðsumræður um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi á Fundi Fólksins við Norræna húsið 15. September
Umræðum stýrir Gísli Einarsson, fjölmiðlamaður.
Gestir í pallborði verða Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna, Auður Alfa Ólafsdóttir, sem sér um neytanda og umhverfismál hjá ASÍ auk verðlagseftirlits. Ísak Jökulsson fulltrúi Ungra bænda, Arthur Bogason formaður Landssambands Smábátaeigenda og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og formaður Slow Food Reykjavík.
Búast má við fjörugum umræðum og hvetjum við fólk til að mæta og koma með spurningar um hvernig sjáum við framtíð matvælaframleiðslu fyrir okkur á Íslandi.
Eins má setja spurningar inn á viðburðinn á Facebook og verður reynt að koma þeim að í pallborðsumræðunum.
Á undan pallborðsumræðunum verður Diskósúpa í boði fyrir gesti Fundar Fólksins. Það er samvinnuverkefni Hótel og Matvælaskólans í MK og Slow Food Reykjavík. Nemendur eru búnir að elda girnilega súpu úr hráefni sem einhverra hluta hefði átt að henda. Matarsóun er gríðarlegt vandamál á heimsvísu og mikilvægt að við öll stígum inn og reynum að minka hana á öllum stigum virðiskeðjunnar. Diskósúpan er bragðgóð og hress leið til að vekja athygli á þeim vanda.
Nánari upplýsingar um viðburðina má fá hjá
[email protected]; [email protected]
Facebook viðburður um diskósúpuna: (2) Diskósúpa á Fundi Fólksins | Facebook
Facebook viðburður um pallborðsumræðurnar: (5) Góður, hreinn og sanngjarn matur til framtíðar, pallborðsumræður | Facebook