Home / Fréttir / Slow Food á Fundi Fólksins

Slow Food á Fundi Fólksins

Slow Food samtökin verða með á lýðræðishátíðinni Fundur Fólksins sem fram fer við Norræna húsið nk. föstudag og laugardag. Þar verðum við með tvo viðburði, pallborðsumræður um framtíð matvælaframleiðslu og diskósúpu, sem er gerð úr hráefni sem hefði átt að henda einhverra hluta vegna.
Góður, hreinn og sanngjarn matur til framtíðar

Slow Food Reykjavík samtökin bjóða upp á pallborðsumræður um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi á Fundi Fólksins við Norræna húsið 15. September


Umræðum stýrir Gísli Einarsson, fjölmiðlamaður.

Gestir í pallborði verða Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna,  Auður Alfa Ólafsdóttir, sem sér um neytanda og umhverfismál hjá ASÍ auk verðlagseftirlits. Ísak Jökulsson fulltrúi Ungra bænda, Arthur Bogason formaður Landssambands Smábátaeigenda og Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari og formaður Slow Food Reykjavík.

Slow Food samtökin eru alþjóða samtök í 160 löndum. Einkunnarorð þeirra eru: Góður, hreinn og sanngjarn matur fyrir alla. Því matur á ekki bara að vera góður á bragðið, líka góður fyrir okkur og góður fyrir náttúruna. Hreinn og laus við aukaefni og eitur og vera sanngjarn, bæði fyrir neytendur og líka á framleiðandinn að fá sanngjarnt verð fyrir sína vöru. Slow Food samtökin láta því allt sem við kemur mat sig varða, allt frá líffræðilegri fjölbreytni, matarsóun, varðveislu hefða og aðferða í ræktun, vinnslu og veiðum, til jafnrétti fólks til matar og að geta haft lífsviðurværi sitt af matvæla framleiðslu.

Búast má við fjörugum umræðum og hvetjum við fólk til að mæta og koma með spurningar um hvernig sjáum við framtíð matvælaframleiðslu fyrir okkur á Íslandi.
Eins má setja spurningar inn á viðburðinn á Facebook og verður reynt að koma þeim að í pallborðsumræðunum.

Á undan pallborðsumræðunum verður Diskósúpa í boði fyrir gesti Fundar Fólksins. Það er samvinnuverkefni Hótel og Matvælaskólans í MK og Slow Food Reykjavík. Nemendur eru búnir að elda girnilega súpu úr hráefni sem einhverra hluta hefði átt að henda. Matarsóun er gríðarlegt vandamál á heimsvísu og mikilvægt að við öll stígum inn og reynum að minka hana á öllum stigum virðiskeðjunnar. Diskósúpan er bragðgóð og hress leið til að vekja athygli á þeim vanda.

 

Nánari upplýsingar um viðburðina má fá hjá

[email protected][email protected]

 

Facebook viðburður um diskósúpuna: (2) Diskósúpa á Fundi Fólksins | Facebook

Facebook viðburður um pallborðsumræðurnar: (5) Góður, hreinn og sanngjarn matur til framtíðar, pallborðsumræður | Facebook

 

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services