Ólafur R. Dýrmundsson, sem situr í stjórn Slow Food Reykjavík, skrifar sterka grein í Bændablaðinu sem kom út 29. apríl s.l., um stóra vandamálið sem er að skapast hér á landi sem annars staðar þegar auðmenn safna landbúnaðarjörðum vegna hlunninda sem fylgja þeim. Flest þau lönd fara svo í eyði. Ratcliffe er líklega þekktastur þessi misseri, en þeir eru fleiri og ekki eingöngu útlendingar. Þetta er kallað “land grabbing” á ensku og hefur hingað til verið mest áberandi í fátækjum löndum þar sem yfirvöld hafa séð tækifæri til að fá aura í ríkissjóð.
Í þessari ítarlegri grein í nafni Slow Food, sem hefur lengi barist til að vekja athygli á þessu, tekur Ólafur saman dæmi og afleiðingar. Jarðasöfnun var tekin fyrir í kynningu um landbúnaðarstefnu og við verðum að fylgja þessu eftir.
Greinin í heild er að finna hér (bls 38)