Home / Fréttir / Slow Food og líffræðileg fjölbreytni

Slow Food og líffræðileg fjölbreytni

Innan Slow Food samtakanna var stofnað mjög fljótlega Slow Food Foundation for Biodiversity (SFFB – sjá heimasíðu þeirra) sem hefur haldið utan um öll verkefni sem tengjast líffræðilega fjölbreytni eða Biodiversity. SFFB hefur séð um að fjármagna mörg þessara verkefna og fengið til þess til liðs við sig aðila eins og sýslur eða opinbera sjóði á Ítalíu og í Evrópu, svo og sjóðir í Evrópusambandinu.
Smám saman hefur verkefnum fjölgað og eru þeim er lýst ítarlega á heimasíðu SFFB: fyrstu verkefnin voru Bragðörkin (Ark of Taste) og Presidia, svo var lagt í herferð til að stofna „10 000 gardens in Africa“ til að styrkja sjálfbúskaparhætti sérstaklega í höndum kvenna og barna (skólar o fl.). Hlutverk kokka í varðveislu fjölbreytninnar var svo viðurkennt og Cook‘s Alliance stofnað þar sem matreiðslumenn skuldbinda sig til að nota afurðir sem eru skráðar í Bragðörkinni eða Presidia. Earth Markets eða matarmarkaðir reglulega haldnir með afurðir úr nærsveitum hafa loks bæst við.
Bragðörkin er fyrst og fremst skrá yfir afurðir eða vinnsluaðferðir sem hafa menningarlegt- og nytjagildi og eru af ýmsum ástæðum í útrýmingarhættu. Hver sem er getur beðið um að skrá afurð í Bragörkina en íslenska „Ark Committee“ tekur lokaákvörðun um skráninguna. Í dag eru 5500 afurðir skráðar í 150 löndum, þar af 21 á Íslandi (sjá á heimasíðu SFFB allar afurðir ) . Tilgangurinn er að beina athygli að þessum verðmætum afurðum sem eiga á hættu að hverfa, m.a. fyrir matreiðslumenn til að nota og hjálpa með því móti að styrkja líffræðilega fjölbreytni í verki.
Presidium (framleiðendahópur) sem hefur ekki verið fundið gott íslenskt orð fyrir, er verkefni í framhaldi af Bragðörkinni. Þegar framleiðendur eru nægilega margir (3 eða fleiri) og taka sig saman til að tryggja áframhaldandi framleiðslu eða ræktun á forsendum Slow Food hugmyndafræði („good, clean and fair“), án erfðabreyttra lífvera, þar sem strangar framleiðslureglur eru samþykktar af bæði framleiðum og Slow Food, þá er Presidia samþykkt. Slow Food Presidia afurðir (búfjárkyn, afurðir, nytjajurtategund,…) þurfa að bera svokallaðan „Sögumiða“ (Narrative Label) samkvæmt reglum Slow Food, til að mega merkja með lógó samtakanna. Í dag eru 3 Presidia á Íslandi, „hefðbundið íslenskt skyr“, „íslenska geitin“ og „landnámshænan“. Vinnan við fjórða Presidia, „kæstur hákarl“ var að hefjast. Sögumiðinn bætir við upplýsingum sem lögin krefja að sé á afurðinni um uppruna, næringu, innihald – og segir sögu geitanna á Íslandi, eða landnámshænunnar og hefðbundins skyrs, einnig um framleiðandann sjálfan eða ræktandann..
Eftirlit með Presidia hafa samtök framleiðenda/ræktenda þegar þau eru til, eða Slow Food Foundation / Slow Food Reykjavík fyrir hennar hönd.
Slow Food Reykjavík hefur staðið að þessari skráningarvinnu, sem er mjög tímafrek en einstaklega gefandi, og fer hún öll fram í sjálfboðavinnu. Kröfurnar sem Slow Food gerir um heim allan tryggja að um leið og lógó samtakanna er komið á afurð sem er skráð í Presidia, er það algjör trygging fyrir því að gæðin, ræktunar- eða framleiðsluskilyrðin, velferðakröfur fyrir dýr, svo og samfélagslegar kröfur séu uppfylltar.

Scroll To Top

Slow Food í Reykjavík notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Stillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.


Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á slowfood.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.
  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Decline all Services
Accept all Services